Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   mið 02. ágúst 2023 22:37
Arnar Daði Arnarsson
Vigfús Arnar: Leið þannig að við myndum hlaupa í gegnum þá í hvert einasta skipti
Lengjudeildin
Þar er létt yfir Vigfúsi Arnar þessa daganna
Þar er létt yfir Vigfúsi Arnar þessa daganna
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við byrjuðum mjög vel og mörkin sem við skoruðum frábær. Í seinni part fyrri hálfleiks fannst mér við missa aðeins tökin á boltanum og þeir fengu fullmikið af föstum leikatriðum í kringum teiginn okkar. Í seinni hálfleik reyndum við að leiðrétta það og það gekk bara frábærlega. Þeir ógnuðu okkur ekki mikið í seinni hálfleiknum og við bara bættum við mörkum, gullfallegum mörkum og vorum ótrúlega góðir á boltann.“

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  5 Leiknir R.

Sagði Vigfús Geir Jósefsson þjáfari Leiknis eftir frábæran 5-1 sigur Leiknis á liði ÍA á Norðurálsvellinum á Akranesi í kvöld um leik sinna manna.

Sóknarleikur Leiknis í kvöld var hreint út sagt frábær í kvöld og áttu Skagamenn fá svör gegn þeim. Aðeins tíminn takmarkaði fjölda marka sem Leiknir skoraði í kvöld en þau hefðu eflaust verið talsvert fleiri væri leiktíminn lengri.

„Donni aðstoðarmaður minn talaði um að hann hefði viljað spila lengur. Okkur leið þannig að við myndum hlaupa í gegnum þá í hvert einasta skipti. Ég er bara svo ótrúlega ánægður með strákanna og þetta er svo stórt skref fyrir okkur. Það eru bara nokkrar vikur síðan að við vorum í vandræðum en strákarnir hafa lagt ótrúlega hart að sér og lagt mikla vinnu í að bæta sig.“

Vandræðin sem Vigfús talar um virðist Leiknisliðið hafa leyst farsællega en alls ekki er langt síðan að liðið sem nú situr í fjórða sæti deildarinnar var í fallsæti. Hvernig líður Vigfúsi í dag miðað við þá?

„Það er ótrúlegur munur, við vorum að tala um þegar við unnum Ægi á 92. mínútu og þá var umræða hvort ég myndi verða áfram með liðið. Við vinnum þann leik og spennufallið var svo rosalegt að maður gat varla fagnað sigrinum og maður bara lifði af. Svo er maður kominn núna þar sem kassinn er svo mikið úti og mikið loft í manni og sjálfstraust að ég get eiginlega ekki lýst því. “

Sagði Vigfús en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner