Tyrell Malacia, varnarmaður Manchester United, hefur verið meiddur síðan í maí í fyrra. Hann hefur farið í tvær hnéaðgerðir síðan þá en það er talað um að hann snúi til baka um miðjan október. Ten Hag ræddi stöðu Malacia í liðinu.
Malacia er byrjaður að æfa en fór ekki með Manchester liðinu til Ameríku þar sem þeir eru að æfa fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
„Hann er á góðum stað núna en hann er ekki hér vegna þess að ég tók bara leikmenn sem gátu spilað leiki eða verið tiltækir fyrir æfingar,“ sagði Ten Hag og hélt svo áfram.
„Það er ekkert mjög langt í hann en hann er í ákveðinni endurhæfingu. Ég held að það væri mögulegt fyrir Malacia að snúa aftur til leiks eftir tvo mánuði.“ sagði hollenski stjórinn.
Malacia hefur aðeins spilað 39 sinnum fyrir Rauðu djöflana síðan hann kom frá Feyenoord í júlí 2022.
Það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála hjá varnarmanninum á næstu vikum sem er byrjaður að æfa en hefur ekki spilað í marga mánuði.