lau 02. ágúst 2025 13:14
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið ÍBV og KR: Fjórar breytingar í Þjóðhátíðarleiknum
Alexander Rafn byrjar hjá KR-ingum
Alexander Rafn byrjar hjá KR-ingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir kemur inn hjá Eyjamönnum
Sverrir kemur inn hjá Eyjamönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV og KR eigast við í Þjóðhátíðarleiknum svokallaða í 17. umferð Bestu deildar karla á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum klukkan 14:00 í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 KR

Síðasta áratuginn hefur það verið gerð að hefð að Eyjamenn spili á heimavelli um verslunarmannahelgi eða síðan 2013 er FH-ingar heimsóttu þá fyrir framan rúmlega 3000 manns.

Veðrið í Eyjum er að vísu ekkert sérstakt í dag en vonandi munu liðin geta boðið áhorfendum upp á góða skemmtun.

Tvær breytingar eru á liði Eyjamanna. Sverrir Páll Hjaltested og Nökkvi Már Nökkvason koma inn fyrir Milan Tomic og Þorlák Breka Baxter.

Það er sama staða hjá KR-ingum. Alexander Rafn Pálmason og Aron Þórður Albertsson koma inn fyrir Jóhannes Kristinn Bjarnason sem gekk í raðir Kolstad í Danmörku og fyrir Alexander Helga Sigurðarson sem tekur út leikbann.
Byrjunarlið ÍBV:
1. Marcel Zapytowski (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
4. Nökkvi Már Nökkvason
5. Mattias Edeland
10. Sverrir Páll Hjaltested
22. Oliver Heiðarsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
24. Hermann Þór Ragnarsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
30. Vicente Valor
42. Elvis Bwomono

Byrjunarlið KR:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Júlíus Mar Júlíusson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
11. Aron Sigurðarson (f)
14. Alexander Rafn Pálmason
16. Matthias Præst
17. Luke Rae
19. Amin Cosic
22. Ástbjörn Þórðarson
29. Aron Þórður Albertsson
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 16 10 3 3 42 - 21 +21 33
2.    Víkingur R. 16 9 4 3 29 - 18 +11 31
3.    Breiðablik 16 9 4 3 28 - 21 +7 31
4.    Fram 16 7 3 6 25 - 21 +4 24
5.    Stjarnan 16 7 3 6 29 - 27 +2 24
6.    Vestri 16 7 1 8 15 - 14 +1 22
7.    Afturelding 16 5 4 7 19 - 24 -5 19
8.    FH 16 5 3 8 26 - 23 +3 18
9.    ÍBV 16 5 3 8 14 - 23 -9 18
10.    KA 16 5 3 8 16 - 31 -15 18
11.    KR 16 4 5 7 36 - 38 -2 17
12.    ÍA 16 5 0 11 16 - 34 -18 15
Athugasemdir