Spænski miðvörðurinn Mario Hermoso skrifaði í dag undir þriggja ára samning við ítalska félagið Roma.
Hermoso er 29 ára gamall og var síðast á mála hjá Atlético Madríd í heimalandinu.
Varnarmaðurinn spilaði með Atlético í fimm ár en hann er uppalinn hjá nágrönnum þeirra í Real Madrid.
Á dögunum gekk Roma frá samkomulagi við Hermoso og í dag skrifaði hann síðan undir þriggja ára samning.
Enski varnarmaðurinn Chris Smalling er aftur á móti farinn frá félaginu, en hann er genginn í raðir Al Fahya í Sádi- Arabíu. Smalling gerði tveggja ára samning við félagið.
Annar leikmaður hefur yfirgefið Roma en það er portúgalski leikmaðurinn Joao Costa. Hann er kominn til Al Ettifaq í Sádi-Arabíu.
???? Benvenuto alla Roma, Mario Hermoso! ????????#ASRoma pic.twitter.com/6rgf8ditiY
— AS Roma (@OfficialASRoma) September 2, 2024
Athugasemdir