Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 02. september 2024 19:14
Brynjar Ingi Erluson
Mario Hermoso til Roma (Staðfest) - Smalling farinn til Sádi-Arabíu
Mynd: Roma
Spænski miðvörðurinn Mario Hermoso skrifaði í dag undir þriggja ára samning við ítalska félagið Roma.

Hermoso er 29 ára gamall og var síðast á mála hjá Atlético Madríd í heimalandinu.

Varnarmaðurinn spilaði með Atlético í fimm ár en hann er uppalinn hjá nágrönnum þeirra í Real Madrid.

Á dögunum gekk Roma frá samkomulagi við Hermoso og í dag skrifaði hann síðan undir þriggja ára samning.

Enski varnarmaðurinn Chris Smalling er aftur á móti farinn frá félaginu, en hann er genginn í raðir Al Fahya í Sádi- Arabíu. Smalling gerði tveggja ára samning við félagið.

Annar leikmaður hefur yfirgefið Roma en það er portúgalski leikmaðurinn Joao Costa. Hann er kominn til Al Ettifaq í Sádi-Arabíu.


Athugasemdir
banner
banner