Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
   mán 02. september 2024 15:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Toddi: Þetta mun breyta öllu
Formaðurinn kátur í dag.
Formaðurinn kátur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Starfshópur Laugardalsvallar.
Starfshópur Laugardalsvallar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, ræddi við Fótbolta.net í dag eftir að tilkynnt var um framkvæmdir á Laugardalsvelli. Leggja á nýtt undirlag á völlinn og vinna á að hefjast síðar á árinu.

Setja á hybrid gras, blöndu af grasi og gervigrasi, og það á að stuðla að því að völlurinn verði nothæfur nánast allt árið um kring. Það hefur verið vandamál í lengri tím að ekki hefur verið hægt að spila landsleiki á Íslandi bæði snemma og seint á árinu, en það vandamál verður vonandi úr sögunni með nýju undirlagi.

„Þetta er ánægjulegur dagur, ánægjulegur dagur fyrir knattspyrnusambandið og alla hreyfinguna. Við erum búin að bíða lengi eftir að koma af stað breytingum og þetta er fyrsta skrefið í að gera völlinn betri og betri ásýnd á völlinn til lengri tíma."

„Þetta mun breyta öllu, vonandi getum við hafist handa núna í haust, horft fram á veginn, og í kjölfarið haldið áfram í viðræðum við ríki og borg um hvernig framhaldið verður og gert hér fallegan völl, á réttu verði, sem allir geta verið stoltir af. Við höfum átt mjög gott samtal við ?iki og borg. Ásmundur, barna- og menntamálaráðherra, hefur verið mjög hjálplegur í okkar viðræðum. Það má segja að þetta hafi farið af stað þegar ég átti samtal við hann á þriðjudegi eftir kosningar (KSÍ í vetur). Við höfum haldið þessu áfram og Freyr, formaður frjálsíþrottasambandsins, er líka stór hluti af því að við komumst að samkomulagi,"
segir formaðurinn.

Toddi, eins og formaðurinn er nánast alltaf kallaður, vonast til að framkvæmdir geti hafist á vellinum eftir að búið verður að spila heimaleiki landsliðsins í október.

Toddi var spurður hvort það sé ennþá von um að það rísi nýr þjóðaleikvangur.

„Eins og staðan er í dag þá er þjóðarleikvangur Íslands hér í Laugardalnum og hefur verið í mörg ár. Hann verður hér áfram þangað til einhver annar finnur (annað) svæði eða kemur með aðrar hugmyndir um það. Eftir að hafa rætt við alla aðila, þá höfum við komið með skynsamlega og góða hugmynd til langs tíma um hvernig við ætlum að byggja upp þennan völl."

Þannig að það er ekki planið að rífa þennan völl og byggja nýjan?

„Nei, ekki rífa hann, en það verða endurbætur. Við munum skoða klefamál og stúkumál," segir Toddi en byrjað verður á sjálfu grasinu.

Eru vonbrigði að fá ekki nýjan völl?

„Ég tel þetta bestu lausnina, hér er gott að vera. Ég hef góða reynslu af því að vera í Laugardalnum, fyrst sem leikmaður og svo sem áhorfandi. Þetta er fallegur staður og af hverju ekki að vera hér?" segir Toddi sem segir að vonandi verði hægt að bæta aðstöðu áhorfenda í framtíðinni.

„Við erum að fara í framkvæmdir til lengri tíma," segir Toddi.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner