Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. október 2022 23:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Elín Metta leggur skóna á hilluna
Elín Metta varð Íslandsmeistari með Val í sumar og fékk skjöldinn í gær.
Elín Metta varð Íslandsmeistari með Val í sumar og fékk skjöldinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta Jensen hefur tilkynnt að hún er hætt í fótbolta en þetta kemur fram á Facebook síðu hennar í kvöld.

Elín Metta er aðeins 27 ára gömul en hún segir í tilkynningunni: „Nú finn ég hins vegar að það er kominn tími til að sinna öðrum hugðarefnum sem ég hef þurft að setja til hliðar á meðan ég hef sinnt fótboltanum."

Hún hefur verið að sinna læknisnámi meðfram fótboltanum og hefur oft reynst erfitt að púsla saman fótboltanum með gríðarlega krefjandi námi.

Elín varð Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar og þá var hún í landsliðshópnum á EM.

Elín Metta er einn besti sóknarmaður sem hefur leikið í efstu deild á Íslandi, en hún lék 261 leiki fyrir Val og skoraði 193 mörk. Hún spilaði einnig 62 landsleiki og skoraði 16 mörk.

Elín var valin í landsliðshópinn fyrir umspilið fyrir HM í næsta mánuði, en núna þarf væntanlega að kalla inn nýjan leikmann í hennar stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner