Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 02. október 2022 17:56
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Augsburg bjargaði andliti - Stórsigur hjá Glódísi
Augsburg vann góðan sigur á Schalke
Augsburg vann góðan sigur á Schalke
Mynd: EPA
Augsburg var næstum því búið að kasta frá sér sigrinum er liðið vann Schalke, 3-2, í þýsku deildinni í dag.

Ermedin Demirovic kom Augsburg í 2-0 á rúmum tuttugu mínútum áður en Simon Terodde minnkaði muninn á 33. mínútu.

Tom Krauss jafnaði fyrir Schalke þegar hálftími var eftir og þá fékk Mergim Berisha að líta rauða spjaldið í liði Augsburg nokkrum mínútum síðar. Augsburg gafst hins vegar ekki upp og kom sigurmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok en þar var Andre Hahn að verki.

Hertha Berlín og Hoffenheim gerðu 1-1 jafntefli. Króatíski framherjinn Andrej Kramaric skoraði á 25. mínútu en Dodi Lukebakio jafnaði fyrir Herthu Berlín tólf mínútum síðar og þar við sat.

Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Bayern München sem vann 4-0 stórsigur á Duisburg í kvennadeildinni í dag. Bayern hefur unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli í fyrstu þremur leikjunum.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir voru fjarri góðu gamni í dag. Bayern er tveimur stigum á eftir toppliði Wolfsburg.

Úrslit og markaskorarar:

Hertha 1 - 1 Hoffenheim
0-1 Andrej Kramaric ('25 )
1-1 Dodi Lukebakio ('37 )

Schalke 04 2 - 3 Augsburg
0-1 Ermedin Demirovic ('9 )
0-2 Ermedin Demirovic ('21 )
1-2 Simon Terodde ('33 )
2-2 Tom Krauss ('63 )
2-3 Andre Hahn ('77 )
Rautt spjald: Mergim Berisha, Augsburg ('70)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 33 24 7 2 95 32 +63 79
2 Leverkusen 32 19 11 2 68 37 +31 68
3 Eintracht Frankfurt 32 16 8 8 63 43 +20 56
4 Freiburg 33 16 7 10 48 50 -2 55
5 Dortmund 32 15 6 11 64 49 +15 51
6 Mainz 33 14 9 10 53 41 +12 51
7 RB Leipzig 33 13 12 8 51 45 +6 51
8 Werder 33 13 9 11 50 56 -6 48
9 Gladbach 33 13 6 14 55 56 -1 45
10 Stuttgart 32 12 8 12 57 51 +6 44
11 Augsburg 32 11 10 11 34 45 -11 43
12 Wolfsburg 33 10 10 13 55 54 +1 40
13 Union Berlin 33 9 10 14 33 50 -17 37
14 Hoffenheim 33 7 11 15 46 64 -18 32
15 St. Pauli 32 8 7 17 26 37 -11 31
16 Heidenheim 33 8 5 20 36 60 -24 29
17 Holstein Kiel 33 6 7 20 49 77 -28 25
18 Bochum 33 5 7 21 31 67 -36 22
Athugasemdir
banner
banner