Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   mán 02. október 2023 20:38
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Kolbeinn Finnsson lék allan leikinn fyrir Lyngby sem vann öflugan 2-1 útisigur gegn OB í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum komst Lyngby, sem Freyr Alexandersson stýrir, upp í sjötta sætið og í efri hluta deildarinnar.


„Það er gaman að geta komið hingað og geta stolið þremur stigum," sagði Kolbeinn við Sæbjörn Steinke fréttamann Fótbolta.net sem er í Óðinsvéum. Hann segir Lyngby hafa byrjað leikinn illa en náð að vinna sig inn í hann.

Meðal leikmanna Lyngby er spænski miðvörðurinn Marc Muniesa sem kom upp úr La Masia hjá Barcelona á sínum tíma, auk þess að hafa spilað fyrir Stoke. Hvernig er að spila með honum?

„Það er mjög gaman. Þetta er frábær leikmaður, ennþá í góðu formi og gott að hafa hann bak við sig. Hann er mjög öruggur á boltann og það eru mikil gæði í honum og hann les leikinn vel," segir Kolbeinn en fyrra mark Lyngby í kvöld kom eftir hornspyrnu frá honum.

Mads Kikkenborg markvörður Lyngby átti hreint frábæran leik í kvöld.

„Hann er ekki eðlilega góður. Það er mjög gott að hafa Kikkenborg í markinu. Hann á það til að bjarga okkur helvíti vel."

En að Kolbeini og veru hans í Lyngby, hann hefur spilað afskaplega vel síðan hann kom til félagsins. Hvernig er lífið í Danmörku?

„Ég er ekkert eðlilega sáttur. Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig," segir Kolbeinn sem kom til félagsins í janúar eftir að hafa verið hjá varaliði Borussia Dortmund.

Í viðtalinu ræðir hann meira um Dortmund og fer nánar yfir þá ákvörðun sína að fara til Lyngby en hann hafði úr fleiri kostum að velja.
Athugasemdir
banner
banner
banner