Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   mán 02. október 2023 20:38
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Kolbeinn Finnsson lék allan leikinn fyrir Lyngby sem vann öflugan 2-1 útisigur gegn OB í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum komst Lyngby, sem Freyr Alexandersson stýrir, upp í sjötta sætið og í efri hluta deildarinnar.


„Það er gaman að geta komið hingað og geta stolið þremur stigum," sagði Kolbeinn við Sæbjörn Steinke fréttamann Fótbolta.net sem er í Óðinsvéum. Hann segir Lyngby hafa byrjað leikinn illa en náð að vinna sig inn í hann.

Meðal leikmanna Lyngby er spænski miðvörðurinn Marc Muniesa sem kom upp úr La Masia hjá Barcelona á sínum tíma, auk þess að hafa spilað fyrir Stoke. Hvernig er að spila með honum?

„Það er mjög gaman. Þetta er frábær leikmaður, ennþá í góðu formi og gott að hafa hann bak við sig. Hann er mjög öruggur á boltann og það eru mikil gæði í honum og hann les leikinn vel," segir Kolbeinn en fyrra mark Lyngby í kvöld kom eftir hornspyrnu frá honum.

Mads Kikkenborg markvörður Lyngby átti hreint frábæran leik í kvöld.

„Hann er ekki eðlilega góður. Það er mjög gott að hafa Kikkenborg í markinu. Hann á það til að bjarga okkur helvíti vel."

En að Kolbeini og veru hans í Lyngby, hann hefur spilað afskaplega vel síðan hann kom til félagsins. Hvernig er lífið í Danmörku?

„Ég er ekkert eðlilega sáttur. Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig," segir Kolbeinn sem kom til félagsins í janúar eftir að hafa verið hjá varaliði Borussia Dortmund.

Í viðtalinu ræðir hann meira um Dortmund og fer nánar yfir þá ákvörðun sína að fara til Lyngby en hann hafði úr fleiri kostum að velja.
Athugasemdir