Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mán 02. október 2023 20:38
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Kolbeinn Finnsson lék allan leikinn fyrir Lyngby sem vann öflugan 2-1 útisigur gegn OB í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum komst Lyngby, sem Freyr Alexandersson stýrir, upp í sjötta sætið og í efri hluta deildarinnar.


„Það er gaman að geta komið hingað og geta stolið þremur stigum," sagði Kolbeinn við Sæbjörn Steinke fréttamann Fótbolta.net sem er í Óðinsvéum. Hann segir Lyngby hafa byrjað leikinn illa en náð að vinna sig inn í hann.

Meðal leikmanna Lyngby er spænski miðvörðurinn Marc Muniesa sem kom upp úr La Masia hjá Barcelona á sínum tíma, auk þess að hafa spilað fyrir Stoke. Hvernig er að spila með honum?

„Það er mjög gaman. Þetta er frábær leikmaður, ennþá í góðu formi og gott að hafa hann bak við sig. Hann er mjög öruggur á boltann og það eru mikil gæði í honum og hann les leikinn vel," segir Kolbeinn en fyrra mark Lyngby í kvöld kom eftir hornspyrnu frá honum.

Mads Kikkenborg markvörður Lyngby átti hreint frábæran leik í kvöld.

„Hann er ekki eðlilega góður. Það er mjög gott að hafa Kikkenborg í markinu. Hann á það til að bjarga okkur helvíti vel."

En að Kolbeini og veru hans í Lyngby, hann hefur spilað afskaplega vel síðan hann kom til félagsins. Hvernig er lífið í Danmörku?

„Ég er ekkert eðlilega sáttur. Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig," segir Kolbeinn sem kom til félagsins í janúar eftir að hafa verið hjá varaliði Borussia Dortmund.

Í viðtalinu ræðir hann meira um Dortmund og fer nánar yfir þá ákvörðun sína að fara til Lyngby en hann hafði úr fleiri kostum að velja.
Athugasemdir
banner
banner