banner
   lau 02. nóvember 2019 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sabatini: Ibrahimovic vill koma til okkar
Mynd: Getty Images
Bologna tapaði fyrir Inter í dag þrátt fyrir að hafa komist yfir í síðari hálfleik. Romelu Lukaku jafnaði og gerði svo sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Walter Sabatini, yfirmaður íþróttamála hjá Bologna og Montreal Impact, var ósáttur með dómgæsluna að leikslokum.

„Þetta var hlægilegur dómur. Bologna átti ekki skilið að tapa þessum leik. Lautaro Martinez er frábær framherji en ég sé að hann er búinn að læra öll brögðin í bókinni. Orsolini kemur varla við hann og samt dettur hann niður, þetta var mjög dýfulegt hjá honum," sagði Sabatini, áður en hann sneri sér að spurningum um Zlatan Ibrahimovic sem hefur verið orðaður við Bologna.

„Ibrahimovic vill koma til okkar útaf sambandinu sem hann á við Sinisa. Það er því ekki ómögulegt að fá hann hingað, þó það sé ólíklegt. Ef hann kemur þá er það vegna þjálfarans.

„Ibra vill hjálpa Mihajlovic og ég get fullvissað ykkur um það að ég mun gera allt í mínu valdi til að láta þetta rugl verða að veruleika."


Mihajlovic var greindur með hvítblæði í júlí og er í þungri lyfjameðferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner