Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 02. nóvember 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Bayern heimsækir Frankfurt
Slegist um Berlín í fyrsta sinn í sex ár
Það eru sex leikir á dagskrá í þýska boltanum í dag. Ríkjandi meistarar í FC Bayern eiga afar erfiðan útileik gegn Eintracht Frankfurt, þar sem Niko Kovac mætir sínum fyrrum lærisveinum.

Á sama tíma á topplið Borussia Mönchengladbach erfiðan útileik gegn Bayer Leverkusen.

Borussia Dortmund tekur á móti Wolfsburg í toppbaráttunni, RB Leipzig fær Mainz í heimsókn og Freiburg, sem hefur farið feykilega vel af stað, heimsækir Werder Bremen.

Lokaleikur dagsins er svo fyrsti stóri nágrannaslagurinn í Berlín síðan 2013. Union Berlin tekur þar á móti Hertha Berlin en liðin mættust síðast í B-deildinni tímabilið 2012-13.

Leikir dagsins:
14:30 Frankfurt - Bayern
14:30 Leverkusen - Gladbach
14:30 Leipzig - Mainz
14:30 Dortmund - Wolfsburg
14:30 Bremen - Freiburg
17:30 Union Berlin - Hertha Berlin
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir