Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
banner
   lau 02. nóvember 2019 22:10
Ívan Guðjón Baldursson
Yaya Toure fékk rautt eftir tíu sekúndur - Þriðja á ferlinum
Yaya Toure gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Qingdao Huanghai í kínverska boltanum en hann fékk rautt spjald eftir aðeins tíu sekúndur af lokaleik tímabilsins.

Sem betur fer fyrir liðsfélaga hans þá var Qingdao búið að tryggja sig upp úr B-deildinni fyrir leiki dagsins.

BBC greinir frá þessu og segir að Toure hafi sparkað í átt að leikmanni. Atvikið var skoðað með aðstoð VAR og niðurstaðan rautt spjald. Það vekur athygli að þetta er aðeins þriðja rauða spjaldið sem miðjumaðurinn fær á ferlinum.

Toure er 36 ára gamall og skrifaði undir samning við Qingdao í júlí sem rennur út eftir tímabilið.


Athugasemdir
banner