Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. desember 2019 08:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Bayern vildi fá Mane áður en hann fór til Southampton
Mane í leik með Salzburg.
Mane í leik með Salzburg.
Mynd: Getty Images
Framkvæmdastjóri Bayern Munchen, Karl-Heinz Rummenigge greindi frá því að félagið hefði reynt að fá Sadio Mane á sínum tíma en það hafi ekki gengið upp.

Þetta var á þeim tíma sem Mane lék með Red Bull Salzburg í Austurríki, þaðan fór hann til Englands þar sem hann spilaði vel með Southampton áður en Liverpool keypti hann þar sem hann hefur slegið í gegn.

„Við höfðum áhuga á að fá Mane til okkar en það gekk því miður ekki upp, sagði Karl-Heinz Rummenigge.

Karl-Heinz Rummenigge vildi lítið segja þegar hann var spurður út í áhuga Bayern á Þjóðverjanum Leroy Sane, leikmanni Manchester City.

„Ef ég segi eitthvað um Sane er það ávísun á vesen og það er alveg víst að verðið er ekkert að fara lækka sama hvað ég segi."
Athugasemdir
banner
banner