Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fim 02. desember 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Gefur auga leið að við þurfum að styrkja okkur frekar"
Lengjudeildin
Davíð Smári
Davíð Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir nældu í Guðmann Þórisson í síðasta mánuði og stefna á að styrkja hópinn sinn frekar fyrir næsta tímabil í Lengjudeildinni. Félagið missti fyrirliða sinn Albert Brynjar Ingason sem ákvað að söðla um og semja við Fylki í haust.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, ræddi við Fótbolta.net í dag.

Sjá einnig:
Guðmann og fleiri semja við Kórdrengi (Staðfest)
Kórdrengir vita ekki hvar þeir spila á næsta tímabili

„Það gefur auga leið að við þurfum að styrkja okkur frekar. Við erum bara með fjórtán manna leikmannahóp eins og staðan er í dag. Við hljótum að ætla að gera eitthvað," sagði Davíð.

Verða allir erlendu leikmennirnir áfram?

„Nei, Nathan Dale og Fatai verða áfram og búið er að framlengja við þá. Hinir verða ekki."

Markvörðurinn Alexander Hurlen Pedersen lék með Kórdrengjum seinni hluta síðasta tímabils, Conner Jai Ian Rennison, framherjinn Connor Mark Simpson og Endrit Ibishi verða ekki heldur áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner