Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 02. desember 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
Pele segir að um reglubundna skoðun hafi verið að ræða
Brasilíska goðsögnin Pele.
Brasilíska goðsögnin Pele.
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Pele hefur þakkað öllum þeim sem hafa sent honum góða strauma en segir að sjúkrahúsdvöl hans hafi verið reglubundin skoðun.

Pele var lagður inn á sjúkrahús í september 2021 þegar hann fór í aðgerð til að fjarlægja æxli úr ristli hans og hefur síðan verið í reglulegri meðhöndlun.

Brasilískir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að hinn 82 ára gamli Pele hafi verið lagður inn á sjúkrahús og sagt að ástand hans væri slæmt.

Á Instagram segir Pele að þessar fréttir séu stórlega ýktar og dóttir hans hefur einnig stigið fram og sagt að það sé ekki rétt að heilsa föður síns hafi stórlega hrakað.

Pele birti mynd af skilaboðum til sín sem sett voru upp í Katar, þar sem HM stendur yfir.

Pele er markahæsti leikmaður Brasilíu í sögunni en hann skoraði 77 mörk í 92 leikjum. Hann er einn af fjórum leikmönnum sem hafa skorað á fjórum heimsmeistaramótum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner