Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   lau 02. desember 2023 14:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í enska: Havertz og Jóhann Berg bekkjaðir
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Arsenal getur náð fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Wolves í dag.


Kai Havertz hefur verið heitur að undanförnu en hann hefur skorað í tveimur leikjum í röð fyrir Arsenal. Hann er hins vegar á bekknum í dag en Leandro Trossard kemur inn í liðið í hans stað.

Það eru fjórar breytingar á liði Wolves sem tapaði gegn Fulham á mánudagskvöldið Rayan Ait-Nouri er meiddur, Mario Lemina og Joao Gomes eru í banni. Boubacar Traore, Tommy Doyle og Hugo Bueno koma inn í liðið. Þá hefur Craig Dawson tekið út leikbann og kemur inn í liðið í stað Santi Bueno.

Vincent Kompany setur Jóhann Berg Guðmundsson á bekkinn en Jacob Bruun Larsen kemur inn í hans stað. Burnley mætir Sheffield United. Þrjár breyttingar eru á liði Sheffield. Anel Ahmedhodzic, John Fleck og Oli McBurnie koma inn fyrir Jayden Bogle, Vinicius Souza og James McAtee.

Neal Maupay kemur inn í lið Brentford sem tekur á móti Luton og Saman Ghoddos sest á bekkinn. Tvær breytingar eru á liði Luton Issa Kabore og Tahith Chong koma inn fyrir Alfie Doughty sem er meiddur og Andros Townsend sest á bekkinn.

Arsenal: Raya; Tomiyasu, Saliba, Gabriel, Zinchenko; Rice, Odegaard, Trossard; Saka, Jesus, Martinelli

Wolves: Sa; Dawson, Kilman, Toti; Semedo, Traore, Doyle, Bellegarde, Bueno; Cunha, Hwang


Brentford: Flekken, Ajer, Pinnock, Mee, Janelt, Onyeka, Norgaard, Yarmoliuk, Mbuemo, Wissa, Maupay.

Luton: Kaminski, Mengi, Lockyer, Osho, Kabore, Barkley, Mpanzu, Bell, Chong, Morris, Ogbene.


Burnley: Trafford, O'Shea, Taylor, Beyer, Brownhill, Rodriguez, Berge, Vitinho, Amdouni, Koleosho, Bruun Larsen.

Sheffield United: Foderingham, Baldock, Fleck, Trusty, Hamer, McBurnie, Archer, Thomas, Ahmedhodzic, Norwood, Robinson.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner