Mikill áhugi á Kelleher - Chelsea vill fá Semenyo
   lau 02. desember 2023 17:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Burnley fór illa með Sheffield - Arsenal sigraði Úlfana
Bukayo Saka og Gabriel Jesus
Bukayo Saka og Gabriel Jesus
Mynd: EPA
Jay Rodriguez
Jay Rodriguez
Mynd: Getty Images

Arsenal lenti í vandræðum þegar liðið fékk Wolves í heimsókn.


Þetta leit vel út fyrir Arsenal framan af en Bukayo Saka kom liðinu yfir snemma leiks og eftir tæplega stundarfjórðung bætti Martin Ödegaard öðru markinu við.

Arsenal fékk tækifæri til að bæta fleiri mörkum við og það leit ekki út fyrir að Wolves kæmist inn í leikinn.

Það var þó Matheus Cunha sem minnkaði muninn fyrir Wolves þegar skammt var til leiksloka og gestirnir voru líklegri til að jafna metin áður en leik lauk en að Arsenal myndi bæta við.

Hvorugu liðinu tókst að setja mark undir lokin og því 2-1 sigur Arsenal staðreynd.

Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði á bekknum þegar Burnley valtaði yfir Sheffield United en markaveislan hófst strax eftir 16 sekúndna leik þegar Jay Rodriguez kom Burnley yfir.

Staðan var 2-0 í hálfleik og Jóhann Berg kom inn á sem varamaður þegar um 25 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ollie McBurnie leikmaður Sheffield lét reka sig af velli undir lok fyrri hálfleiks og Burnley nýtti sér liðsmuninn og skoraði þrjú mörk í seinni hálfleik.

Þá vann Brentford góðan sigur á Luton og komst upp í efri hluta töflunar en Luton er aðeins tveimur stigum frá fallsæti eftir sigur Burnley á Sheffield.

Brentford 3 - 1 Luton
1-0 Neal Maupay ('49 )
2-0 Ben Mee ('56 )
2-1 Jacob Brown ('76 )
3-1 Shandon Baptiste ('81 )

Burnley 5 - 0 Sheffield Utd
1-0 Jay Rodriguez ('1 )
2-0 Jacob Bruun Larsen ('29 )
3-0 Zeki Amdouni ('73 )
4-0 Luca Koleosho ('75 )
5-0 Josh Brownhill ('80 )
Rautt spjald: Oliver McBurnie, Sheffield Utd ('45)

Arsenal 2 - 1 Wolves
1-0 Bukayo Saka ('6 )
2-0 Martin Odegaard ('13 )
2-1 Matheus Cunha ('86 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 23 17 5 1 56 21 +35 56
2 Arsenal 24 14 8 2 49 22 +27 50
3 Nott. Forest 24 14 5 5 40 27 +13 47
4 Chelsea 24 12 7 5 47 31 +16 43
5 Man City 24 12 5 7 48 35 +13 41
6 Newcastle 24 12 5 7 42 29 +13 41
7 Bournemouth 24 11 7 6 41 28 +13 40
8 Aston Villa 24 10 7 7 34 37 -3 37
9 Fulham 24 9 9 6 36 32 +4 36
10 Brighton 24 8 10 6 35 38 -3 34
11 Brentford 24 9 4 11 42 42 0 31
12 Crystal Palace 24 7 9 8 28 30 -2 30
13 Man Utd 24 8 5 11 28 34 -6 29
14 Tottenham 24 8 3 13 48 37 +11 27
15 West Ham 24 7 6 11 29 46 -17 27
16 Everton 23 6 8 9 23 28 -5 26
17 Wolves 24 5 4 15 34 52 -18 19
18 Leicester 24 4 5 15 25 53 -28 17
19 Ipswich Town 24 3 7 14 22 49 -27 16
20 Southampton 24 2 3 19 18 54 -36 9
Athugasemdir
banner
banner