Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   lau 02. desember 2023 15:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Jay Rodriguez skoraði fljótasta mark tímabilsins til þessa
Mynd: Getty Images

Jay Rodriguez leikmaður Burnley skoraði fyrsta mark dagsins í ensku úrvalsdeildinni en markið kom eftir aðeins 16 sekúndna leik.


Burnley byrjaði með boltann og voru fljótir að koma boltanum fram völlinn. Charlie Taylor fékk boltann á kantinum og sendi boltann fyrir þar sem Rodriguez var mættur og skallaði boltann í netið.

Rodriguez þekkir það að skora snemma leiks en hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora tvisvar á ferlinum svona snemma leiks.

Síðast gerði hann það fyrir tíu árum þegar hann lék með Southampton gegn Chelsea.

Sjáðu markið hér


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner