Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   þri 03. janúar 2023 11:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nær Howe í fyrsta stigið sitt á Emirates?
Mynd: EPA
Það er áhugaverð staðreynd að Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur aldrei náð í stig á Emirates leikvanginum, heimavelli Arsenal. Liðin mætast í kvöld í toppbaráttuslag í úrvalsdeildinni. Arsenal er topplið deildarinnar og Newcastle er í þriðja sæti.

Howe hefur þrettán sinnum mætt Arsenal sem stjóri og hefur náð í átta stig úr þeim leikjum, öll stigin hafa komið á heimavelli liðsins sem Howe var þá að stýra.

Newcastle vann gegn Arsenal á heimavelli í fyrra en tapaði á útivelli. Báðir leikirnir enduðu með 2-0 sigri heimaliðsins. Hann heimsótti Emirates fimm sinnum sem stjóri Bournemouth en tapaði öllum leikjunum, öllum nema einum með meira en einu marki.

Newcastle er níu stigum á eftir Arsenal og hefur leikið leik meira. Með sigri kemst liðið upp í annað sætið en ef Arsenal vinnur í kvöld nær liðið tíu stiga forskoti á Manchester City sem á leik gegn Chelsea á fimmtudaginn.

Newcastle og Arsenal voru til umræðu í Enska boltanum hlaðvarpinu sem nálgast má hér að neðan og á öllum hlaðvarpsveitum.
Enski boltinn - Er þetta í alvöru að fara að gerast?
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner