Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   mið 03. janúar 2024 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Patrik: Lærði meira af því að detta úr landsliðinu en vera þar á bekknum
Patrik er 23 ára og á að baki þrjá landsleiki.
Patrik er 23 ára og á að baki þrjá landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik Sigurður Gunnarsson snýr síðar í þessum mánuði aftur í A-landsliðið eftir tæplega árs fjarveru. Patrik er markvörður Viking í Noregi og var oftast einn af markvörðunum í landsliðshópnum þegar Arnar Þór Viðarsson var landsliðsþjálfari. Hann hefur ekki verið í hóp í þjálfaratíð Age Hareide en það breytist í Bandaríkjunum þar sem íslenska liðið spilar tvo æfingaleiki seinna í þessum mánuði.

Patrik var til viðtals í síðasta mánuði og var hann spurður út í landsliðið.

„Fyrst og fremst er ég þakklátur að vera kominn aftur inn í hópinn og fá tækifæri núna í janúar, hitti þá nýja þjálfarateymið í fyrsta skiptið. Auðvitað er ég svekktur að hafa dottið úr landsliðinu í sumar eftir að hafa stöðugt verið í A-landsliðinu í 2-3 ár. Ég held ég hafi vaxið meira við það og fengið meira út úr því að kynnast þessari hlið heldur en að vera á bekknum í landsliðinu. Þetta er reynsla sem fer í bankann. Ég mun nýta þær mínútur sem ég fæ í janúar til að sýna að ég eigi að vera þarna," sagði Patrik við Fótbolta.net.

Var eitthvað samtal í júní þegar þú varst ekki valinn?

„Nei, það var ekkert. En það getur vel verið þegar ég hitti þá núna úti að það verði tekið eitthvað spjall."

„Átt bara það skilið sem þú færð"
Í september 2021 talaði Arnar Þór Viðarsson um að hann myndi velja sinn aðalmarkvörð á næstu 15 mánuðum. Það var í kjölfarið á því að Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðshanskana á hilluna. Valið á þeim tíma stóð á milli Rúnars Alex Rúnarssonar, Elíasar Rafns Ólafssonar og Patriks. Elías og Rúnar fengu tækifæri í næstu keppnisleikjum á eftir en Patrik fékk ekki tækifærið nema í æfingaleikjum.

„Auðvitað fannst mér það og örugglega fleiri sem finnst þeir eiga eitthvað skilið. En þú átt bara það skilið sem þú færð og ég fékk nokkra leiki í janúar, Baltic Cup og einhverja æfingaleiki. Ég stóð mig vel í þeim leikjum og hef oftast staðið mig vel með landsliðinu þegar ég klæðist treyjunni. Ég verð bara að gera það aftur núna í janúar."

Bjóstu við því að fá fleiri leiki?

„Já, sérstaklega af því það var talað um það að markmannsstaðan væri opin og væri á milli okkar sem voru í hópnum þá. Maður hefði viljað fá keppnisleik eins og hinir tveir. En það eru ekki það margir landsleikir á ári og maður verður bara að taka því sem maður fær og nýta þau tækifæri," sagði Patrik.
Patrik náði markmiðinu: Ekki sjálfgefið að fá traustið 21 árs gamall
Athugasemdir
banner
banner
banner