Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. febrúar 2023 15:40
Elvar Geir Magnússon
„Fengjum að heyra það ef hefðum við eytt eins og Chelsea“
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Mynd: EPA
Cancelo og Pep Guardiola.
Cancelo og Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
„Þetta kemur mér ekki við," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, þegar hann var spurður út í leikmannakaupin hjá Chelsea í nýliðnum janúarglugga.

Chelsea átti sögulegan glugga. Félagið eyddi um 288 milljónum punda í janúar en það er hærri upphæð en var eytt í þýsku Bundesligunni, spænsku La Liga, ítölsku A-deildinni og efstu deild Frakklands samanlagt.

Guardiola var þá spurður út í það hvort City myndi fá meiri gagnýni ef félagið myndi eyða þessum fjárhæðum?

„Það er klárt mál, ég veit hvað myndi gerast því við vitum hvernig viðbrögðin hafa verið undanfarin ár þegar við kaupum. Það sem telur er að vinna titla. Hvað Chelsea og önnur félög eru að gera kemur mér ekki við," segir Guardiola.

„Markaðurinn hefur verið ótrúlegur. Það þarf að eyða til að ná sínum markmiðum. Þannig er raunveruleikinn."

Segir City geta höndlað brotthvarf Cancelo
Það kom á óvart þegar Manchester City lánaði Joao Cancelo til Bayern München á dögunum.

„Hann er framúrskarandi fótboltamaður, hann er með mikla ástríðu fyrir fótbolta. En ég er ánægður með hópinn minn. Við getum höndlað stöðuna og treysti leikmönnunum sem ég hef," segir Guardiola.

„Við hefðum getað farið á markaðinn og bogað háa upphæð fyrir einn vinstri bakvörð en ég tel okkur í góðum málum út tímabilið. Sjáu hvað við gerum fyrir næsta tímabil."

Cancelo var farinn að spila minna hjá City og var óánægður með stöðu sína.

„Ég óska honum alls hins besta. Hann hefur verið frábær fyrir okkur í að vinna tvo úrvalsdeildartitla. Eftir HM höfum við spilað aðeins öðruvísi og ég hef gefið öðrum leikmönnum spilmínútur. Allir eru með sinn persónuleika. Hann elska að spilar og verður að spila til að vera ánægður. Við ákváðum í sameiningu að hleypa honum til München."

„Hann vill spila alla leiki og vonandi fær hann að gera það í München."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner