fös 03. febrúar 2023 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland um helgina - Lengjubikarinn fer af stað
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Undirbúningur liðanna fyrir fótbolta sumarið hér á landi er í hámarki þessa dagana en Reykjavíkurmót karla lauk í gær en Lengjubikarinn tekur við.


Kjarnafæðismótinu lýkur um helgina en á Húsavík mætast Magni og KFA á morgun.

Tveir leikir eru í Lengjubikar karla og einn í Lengjubikar kvenna. Hjá körlunum mætast Breiðablik og Selfoss annars vegar og Keflavík og KA hins vegar. Báðir leikirnir fara fram á morgun. Á sunnudaginn mætast Keflavík og Tindastóll í Lengjubikar kvenna.

laugardagur 4. febrúar

Kjarnafæðismótið - Karla: A-deild, riðill 2

14:00 Magni-KFA (PCC völlurinn Húsavík)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2

13:00 Breiðablik-Selfoss (Fífan)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4

14:00 Keflavík-KA (Nettóhöllin)

sunnudagur 5. febrúar

Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 2

14:00 Keflavík-Tindastóll (Nettóhöllin)


Athugasemdir
banner
banner
banner