Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 03. febrúar 2023 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Mudryk fór af velli vegna veikinda - „Hann er með kvef"
Graham Potter
Graham Potter
Mynd: Getty Images
Mykhailo Mudryk í baráttunni í kvöld
Mykhailo Mudryk í baráttunni í kvöld
Mynd: EPA
Graham Potter, stjóri Chelsea, sagði eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Fulham í kvöld að leikmenn þurfi tíma til að aðlagast hvorum öðrum.

Færin fóru forgörðum hjá heimamönnum. Kai Havertz og David Datro Fofana klúðruðu báðir dauðafæri og þá var Mykhailo Mudryk ósýnilegur í fyrri hálfleiknum.

Potter sagði að vísu eftir leikinn að Mudryk væri með kvef og því hafi hann ákveðið að taka hann af velli.

„Það var mikil spenna og jákvæðni frá fyrstu mínútu og mjög gott andrúmsloft. Andinn í leikmönnunum var mjög góður og þeir unnu fyrir hvorn annan gegn vel skipulögðu liði,“ sagði Potter.

„Leikmenn Fulham hafa verið saman í einhvern tíma en við erum á allt öðrum stað. Það eru leikmenn að koma til baka úr meiðslum og svo nýir leikmenn. Við þurfum tíma og það vantaði smá tengsl, flæði og sjálfstraust sem kemur um leið og menn þekkjast betur.“

„Þú sérð hvaða ákvörðun við tókum í glugganum það er að segja ef við tölum um aldurinn. Okkur finnst við vera með sterkan leikmannahóp og nú verðum við bara að móta hann og verða að góðu liði. Það er það sem við þurfum að vinna í.“

„Þetta snýst um að vinna saman. Þegar leikmenn hafa verið að ganga í gegnum meiðsli hafa þeir ekki verið á æfingum. Við erum með nýja leikmenn og þetta snýst um að koma hugmyndum á milli manna og vinna með hópnum.“

„Það þarf stundum að horfa á heildarmyndina. Ungir leikmenn, góð mixtúra af báðu. Þetta snýst um að bæta okkur og nýju leikmennirnir eru að aðlagast nýju landi og nýrri deild. Þetta er ekki svona einfalt. Þegar verðmiðinn er eins og hann er þá koma spurningarnar. Þannig er bransinn,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner