mið 03. mars 2021 15:15
Magnús Már Einarsson
Klopp gæti bannað mönnum að fara í landsleiki
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ætlar ekki að leyfa leikmönnum sínum að fara í landsleiki í lok mars ef þeir þurfa að fara í tíu daga sóttkví við heimkomu.

Samkvæmt núverandi reglum á Englandi þurfa aðilar sem koma frá „rauðum svæðum" að fara í tíu daga sóttkví við komu til Englands.

Alisson, Roberto Firmino og Fabinho geta ekki farið í landsleiki með Brasilíu og Diogo Jota getur ekki spilað með Portúgal miðað við orð Klopp þar sem þeir myndu þá ferðast í lönd sem eru rauð svæði.

„Ég held að öll félög séu sammála um að vandamálið er að við getum ekki látið strákana fara og leyst vandamálið þegar þeir koma til baka með því að láta þá vera í tíu daga sóttkví á hóteli. Það er ekki mögulegt," sagði Klopp.

„Ég skil þarfir mismunandi knattspyrnusambanda en við getum ekki gert alla ánægða núna og við verðum að horfa í að leikmenn fá greitt hjá félögum sínum og þess vegna verðum við að vera númer eitt."
Athugasemdir
banner
banner
banner