Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 03. mars 2021 14:19
Elvar Geir Magnússon
Niðrandi orð um kvennafótbolta vekja reiði í Noregi
Hér má sjá bolinn í bakgrunni.
Hér má sjá bolinn í bakgrunni.
Mynd: TV 2
Norski fótboltamaðurinn Vegard Forren hjá Brann var í viðtali í norska morgunsjónvarpinu í gær þar sem hann ræddi um baráttu sína við spilafíkn.

Viðtalið er á allra vörum á norskum kaffistofum í dag en það er þó ekki vegna innihalds viðtalsins. Forren var í viðtalinu í gegnum fjarfundarbúnað og var staddur á skrifstofu markvarðaþjálfarans Dan Riisnes.

Fyrir aftan Forren hékk uppi bolur með textanum:

„Kvennafótbolti, hvað er það? Þetta er ekki fótbolti og þetta eru ekki konur"

Bolurinn hefur skapað mikla reiði í Noregi og nokkrir kvenkyns leikmenn lýst yfir hneykslan.

Framkvæmdastjóri Brann segir að bolurinn endurspegli ekki skoðanir félagsins og hann hafi þegar verið tekinn niður. „Þessi bolur var einhver gjöf sem kom fyrir fimmtán árum en enginn veit nákvæmlega hvaðan hann kemur. Það hefði aldrei átt að hengja hann upp. Þetta er vondur brandari," segir framkvæmdastjórinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner