Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 03. mars 2021 16:00
Magnús Már Einarsson
Ronaldo með tuttugu deildarmörk tólf tímabil í röð
Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, var á skotskónum í 3-0 sigri á Spezia í Serie A í gærkvöldi.

Ronaldo skoraði tuttugasta mark sitt í Serie A á tímabilinu og setti um leið met.

Ronaldo hefur núna skorað meira en 20 mörk í einni af stærstu deildum Evrópu tólf tímabil í röð!

Portúgalinn skoraði 18 mörk með Manchester United tímabilið 2008/2009 en síðan þá hefur hann alltaf skorað 20 mörk eða meira.

Ronaldo er 36 ára gamall en hann fór til Real Madrid árið 2009 og þaðan til Juventus árið 2018.

Athugasemdir