Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 03. mars 2024 12:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Foden svarar Guardiola: Er ekki í heimsklassa
Mynd: EPA

Phil Foden tekur ekki undir orð Pep Guardiola sem sagði að leikmaðurinn væri í heimsklassa.


Guardiola sagði þetta eftir að Foden tryggði Man City 1-0 sigur á Bournemouth um síðustu helgi.

,,Ég myndi ekki segja að ég væri heimsklassa ennþá, ég get orðið það en að heyra þetta frá stjóranum er sérstakt fyrir mig. Ég vil halda áfram að bæta mig og verða enn betri leikmaður," sagði Foden.

„Maður verður í heimsklassa þegar maður hefur gert þetta í mörg ár. Ég nýt mín á þessari leiktíð og er í góðu formi svo ég vil halda þessu áfram. Kannski er þetta mitt besta tímabil til þessa."

Foden hefur leikið 39 leiki skorað 16 mörk og lagt upp tíu í öllum keppnum á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner