Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. apríl 2020 14:48
Hafliði Breiðfjörð
Enn stefnt að því að klára ensku deildina - 30% launalækkun leikmanna
Mo Salah og félagar í Liverpool eru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Þeir gætu enn orðið Englandsmeistarar því stefnt er að því að klára deildina.
Mo Salah og félagar í Liverpool eru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Þeir gætu enn orðið Englandsmeistarar því stefnt er að því að klára deildina.
Mynd: Getty Images
Félögin 20 í ensku úrvalsdeildinni funduðu í dag og ræddu framhaldið á mótinu. Þegar er ljóst að ekki verður hægt að hefja leik að nýju eftir 30. apríl eins og áður hafði verið stefnt að.

„Það var rætt að úrvalsdeildin mun ekki hefjast í byrjun maí og að deildin hefjist aðeins að nýju þegar það þykir öruggt og viðeigandi að gera það," sagði í yfirlýsingu deildarinnar í dag.

Þar kom fram að deildin vinni náið með knattspyrnuyfirvöldum og ríkisstjórninni og öðrum viðkomandi að því að finna rétta lausn.

Ljóst sé að það sé markmið allra að þeir leikir sem eru eftir í deildinni og bikarkeppnum muni fara fram til að gæta sanngirni í hverri keppni.

„Hinvegar er ljóst að mótin hefjast ekki aftur nema með stuðningi ríkisstjórnarinnar og þegar heilbrigðissjónarmið leyfa það„" segir í yfirlýsingunni

Leikmenn beðnir um 30% launalækkun

Í yfirlýsingunni sem var send út eftir fundinn í dag kemur ennfremur fram að stefnt sé að viðræðum við leikmenn deildarinnar um að taka á sig verulega launalækkun.

Í því skyni er talað um 30% lækkun launa á ársgrundvelli en stefnt er að fundi milli deildarinnar og leikmannasamtakanna á morgun.

Fjárstyrkir
Félögin tóku einnig ákvörðun um að fjármagna sjóð upp á 125 milljónir punda til að styrkja neðri deildirnar.

Auk þess verði settar 20 milljónir punda til heilbrigðisyfirvalda og þeirra sem eiga um sárt að binda vegna Covid-19 heimsfaraldursins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner