Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 03. apríl 2021 22:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu stoðsendingu Dagnýjar í fyrsta sigrinum
Dagný í leik gegn Manchester United á dögunum.
Dagný í leik gegn Manchester United á dögunum.
Mynd: Getty Images
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir lagði upp eitt af fimm mörkum West Ham í dag.

West Ham vann 0-5 stórsigur á Reading á útivelli í ensku Ofurdeildinni í dag. Leikurinn var fyrsti leikur af sex í 19. umferð deildarinnar. Hinir fimm leikir umferðarinnar fara fram á morgun.

Dagný Brynjarsdóttir lék allan tímann inn á miðjunni hjá West Ham sem leiddi með fimm mörkum í leikhléi.

Þetta voru nokkuð óvænt úrslit í ljósi þess að West Ham á botninum fyrir leikinn. Hamrarnir eru núna í tíunda sæti deildarinnar, tveimur stigum frá botninum.

Leikurinn var sá fjórði sem Dagný spilar með West Ham og var þetta fyrsti sigur hennar í treyju Hamranna. Hér að neðan má sjá stoðsendingu hennar í leiknum. Virkilega vel gert hvernig hún vinnur boltann og fer með hann í kjölfarið.


Athugasemdir
banner
banner
banner