Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mið 03. apríl 2024 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Martínez veikur - Olsen í markinu hjá Villa í kvöld
Mynd: Getty Images
Argentínski markvörðurinn Emiliano Martínez verður ekki í marki Aston Villa í kvöld en þetta tilkynnti félagið rétt fyrir leik liðsins gegn Manchester City.

Martínez er einn af mikilvægustu mönnum Villa-liðsins en hann átti að standa í markinu.

Villa greindi hins vegar frá því stuttu fyrir leik að hann væri ekki með vegna veikinda og kemur því sænski markvörðurinn Robin Olsen inn í hans stað.

Blóðtaka fyrir Villa sem er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti. Leikurinn var að hefjast en hann er í beinni útsendingu á Símanum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner