Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mán 03. maí 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haaland verði hjá Dortmund á næstu leiktíð
Mynd: EPA
Norski framherjinn verður áfram hjá Dortmund á næstu leiktíð ef marka má orð formanns félagsins. Haaland hefur raðað inn mörkum í vetur og verið orðaður við félög á Spáni, Englandi og Juventus á Ítalíu.

Samkvæmt Hans-Joachim Watzke er framherjinn ekki á förum í sumar.

„Ég hef þekkt Mino Raiol [umboðsmann Haaland] í langan tíma og okkur kemur vel saman. Það er ekki vandamál að Raiola sé umboðsmaður Haaland. Erling verður áfram leikmaður Borussia Dortmund á næstu leiktíð," sagði Watzke.

Mikið hefur verið rætt um að ákvæði muni virkjast í samningi Haaland um að hann geti farið á ákveðna upphæð sumarið 2022. Haaland er næstmarkahæstur í Bundesliga með 25 mörk í 26 leikjum. Alls hefur hann skorað 38 mörk í 41 deildarleik með liðinu en hann kom frá RB Salzburg fyrir rúmu ári síðan.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir
banner
banner