Spænska félagið Valencia er að ganga frá samningi við argentínska miðjumanninn Guido Rodríguez sem kemur úr röðum West Ham.
Rodríguez er 31 árs Argentínumaður sem lék 30 landsleiki fyrir þjóð sína. Hann vann HM 2022 með Argentínu og varð tvisvar sinnum Suður-Ameríkumeistari.
Hann gekk til liðs við West Ham á frjálsri sölu sumarið 2024 og gerði tveggja ára samning sem átti að renna út næsta sumar. Hamrarnir leyfa Rodríguez að skipta yfir til Valencia á frjálsri sölu enda hefur hann aðeins komið við sögu í átta leikjum með Hömrunum á fyrri hluta tímabils. Hann spilaði 23 úrvalsdeildarleiki á síðustu leiktíð.
Rodríguez er þriðji leikmaðurinn sem Valencia bætir við sig í janúarglugganum eftir að hafa fengið Unai Nunez lánaðan úr röðum Celta Vigo og keypt Umar Sadiq frá Real Sociedad.
Valencia er í fallbaráttu í spænsku deildinni með 20 stig eftir 20 umferðir.
Fabrizio Romano er búinn að setja „here we go!" stimpilinn á félagaskiptin.
Athugasemdir

