„Gott að vinna leik sem við stjórnuðum algjörlega“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur á ÍBV í annari umferð Bestu deildarinnar.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 ÍBV
„Við þurfum að halda hreinu af því að við náum ekki að nýta góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks til þess að róa okkur aðeins með öðru marki“ segir hann svo en Stjarnan var óheppin að setja ekki annað mark því að nóg var um færi.
„Við fórum yfir einhver atriði úr seinasta leik og svo settum við þennan leik upp eins og við vildum spila hann gagnvart ÍBV. Við, að sjálfsögðu, skerptum á huganum eftir að tapa fyrsta leik, það var náttúrulega ekki gott.“
Stjarnan á erfiðan leik í næstu umferð þar sem þær heimsækja Þrótt í Laugardalinn og aðspurður hvernig Stjörnufólk sé stemmt fyrir þeim leik segir hann: „Við erum bara mjög vel stemmd. Við vitum að það verður hörkuleikur og næstu tveir leikir, það er svo Valur á eftir því hérna heima þannig að við vitum að við erum að fara í hörkumót.“
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.























