Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. júní 2020 13:48
Magnús Már Einarsson
Börn teljast ekki með í áhorfendatakmörkunum á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Staðfesting hefur fengist frá heilbrigðisyfirvöldum að börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í hámarksfjölda áhorfenda á leiki.

Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna COVID-19 er hámarks áhorfendafjöldi á leiki á Íslandi 200 manns í augnablikinu, en inni í þeirri tölu eru aðeins fullorðnir, og börn fædd 2005 og síðar teljast því ekki með.

Þess ber einnig að geta að 2 metrar skulu vera á milli þeirra hólfa sem sett eru upp á völlum.

Útlit er fyrir að 200 manna takmarkanir verði á fyrstu umferðum Pepsi Max-deildanna en keppni þar hefst 12 og 13. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner