Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 03. júní 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Sveindís spilar á stærsta sviðinu
Kvenaboltinn
Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir verður í eldlínunni með Wolfsburg í dag er liðið mætir Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Það hefur verið langþráður draumur Sveindísar að spila í úrslitum Meistaradeildarinnar og mun sá draumur rætast í dag.

Liðin eigast við á Phillips Stadion í Eindhoven og hefst leikurinn klukkan 14:00.

Sveindís spilar lykilhlutverk á vængnum hjá Wolfsburg en hún skoraði og lagði upp í fyrri undanúrslitaleiknum gegn Arsenal.

Leikur dagsins:
14:00 Barcelona - Wolfsburg
Athugasemdir
banner
banner