Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 03. júní 2025 16:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gústi Gylfa tekur við Leikni (Staðfest)
Lengjudeildin
Við undirskrift.
Við undirskrift.
Mynd: Leiknir
Leiknir tilkynnti í dag að félagið hefði gengið frá samningi við Ágúst Þór Gylfason um að taka við liði félagsins.

Ágúst skrifar undir samning sem gildir út yfirstandandi tímabil. Hann tekur við liðinu af Óla Hrannari Kristjánssyni sem var látinn fara eftir tapleikinn gegn Grindavík á föstudagskvöld.

Ágúst tekur við Leikni á botni Lengjudeildarinnar, liðið á leik í 6. umferð Lengjudeildarinnar á morgun þegar Leiknismenn heimsækja Fylki.

Ágúst er reynslumikill þjálfari en hann var síðast þjálfari Stjörnunnar. Hann var látinn fara úr því starfi snemma tímabilið 2023.

Úr tilkynningu Leiknis
Ágúst er mjög reynslumikill þjálfari sem hefur komið víða við og náð góðum árangri með lið sín og bindur stjórn Leiknis miklar vonir við störf hans og telur hann rétta manninn fyrir liðið á þessum tímapunkti.

Ágúst segist vera virkilega ánægður með að taka þessa áskorun með Leikni og sérstaklega í ljósi þess að hann er sjálfur gamall Leiknismaður.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 14 8 5 1 26 - 12 +14 29
2.    Njarðvík 14 7 7 0 33 - 14 +19 28
3.    HK 14 8 3 3 26 - 15 +11 27
4.    Þróttur R. 14 7 4 3 26 - 22 +4 25
5.    Þór 14 7 3 4 32 - 22 +10 24
6.    Keflavík 14 6 4 4 32 - 24 +8 22
7.    Völsungur 14 5 2 7 24 - 30 -6 17
8.    Grindavík 14 4 2 8 29 - 40 -11 14
9.    Selfoss 14 4 1 9 15 - 29 -14 13
10.    Fylkir 14 2 5 7 19 - 24 -5 11
11.    Fjölnir 14 2 4 8 21 - 35 -14 10
12.    Leiknir R. 14 2 4 8 13 - 29 -16 10
Athugasemdir
banner