Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   mán 03. júlí 2017 22:52
Magnús Þór Jónsson
Milos: Ef þú getur reddað þessum tveim leikmönnum yrði ég ánægður
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Milos þjálfari Blika mátti horfa upp á tap sinna manna gegn FH í kvöld á Kópavogsvelli...og var auðvitað ekki sáttur.

"Varnarleikurinn okkar varð til þess að við fengum ekki stig í kvöld, gegn FH verður að halda núlli og hættulegasti leikmaður þeirra má ekki fá tvo frískalla!"

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 FH

Hann hefur breytt töluvert um taktík í leikjum liðsins, lá frekar aftarlega í dag og henti í þriggja manna vörn í lok leiks, er hann ennþá að leita að rétta leikkerfinu fyrir liðið?

"Já og nei.  Við ætluðum að hápressa þá en við bara náðum því ekki og þá leit út eins og við værum að bakka.  En það má vel vera að ég sé ekki búinn að finna rétta taktík en það voru samt tvö einstaklingsmistök sem kostuðu okkur leikinn í kvöld."

Töluvert hefur verið rætt um leikmannaskipti hjá Blikum, hvað er að frétta af Elfari Frey Helgasyni?

"Það sem ég veit er að hann er að æfa með okkur og er okkar leikmaður, pappírarnir geta ekki orðið klárir fyrr en 15.júlí og ef hann fær ekki annað tilboð er hann okkar leikmaður."

Kjaftasögur eru komnar á kreik um tvo leikmenn sem Milos hefði áhuga á að fá og eru nefndir í viðtalinu...er það rétt?

"Það er alls konar orðrómur í gangi.  Ég væri alveg til í að fá þessa tvo leikmenn sem þú nefnir og ef þú getur reddað því yrði ég ánægður!"

Nánar er rætt við Milos í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner