Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mán 03. júlí 2017 22:52
Magnús Þór Jónsson
Milos: Ef þú getur reddað þessum tveim leikmönnum yrði ég ánægður
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Milos þjálfari Blika mátti horfa upp á tap sinna manna gegn FH í kvöld á Kópavogsvelli...og var auðvitað ekki sáttur.

"Varnarleikurinn okkar varð til þess að við fengum ekki stig í kvöld, gegn FH verður að halda núlli og hættulegasti leikmaður þeirra má ekki fá tvo frískalla!"

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 FH

Hann hefur breytt töluvert um taktík í leikjum liðsins, lá frekar aftarlega í dag og henti í þriggja manna vörn í lok leiks, er hann ennþá að leita að rétta leikkerfinu fyrir liðið?

"Já og nei.  Við ætluðum að hápressa þá en við bara náðum því ekki og þá leit út eins og við værum að bakka.  En það má vel vera að ég sé ekki búinn að finna rétta taktík en það voru samt tvö einstaklingsmistök sem kostuðu okkur leikinn í kvöld."

Töluvert hefur verið rætt um leikmannaskipti hjá Blikum, hvað er að frétta af Elfari Frey Helgasyni?

"Það sem ég veit er að hann er að æfa með okkur og er okkar leikmaður, pappírarnir geta ekki orðið klárir fyrr en 15.júlí og ef hann fær ekki annað tilboð er hann okkar leikmaður."

Kjaftasögur eru komnar á kreik um tvo leikmenn sem Milos hefði áhuga á að fá og eru nefndir í viðtalinu...er það rétt?

"Það er alls konar orðrómur í gangi.  Ég væri alveg til í að fá þessa tvo leikmenn sem þú nefnir og ef þú getur reddað því yrði ég ánægður!"

Nánar er rætt við Milos í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir