Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 03. júlí 2017 22:52
Magnús Þór Jónsson
Milos: Ef þú getur reddað þessum tveim leikmönnum yrði ég ánægður
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Milos þjálfari Blika mátti horfa upp á tap sinna manna gegn FH í kvöld á Kópavogsvelli...og var auðvitað ekki sáttur.

"Varnarleikurinn okkar varð til þess að við fengum ekki stig í kvöld, gegn FH verður að halda núlli og hættulegasti leikmaður þeirra má ekki fá tvo frískalla!"

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 FH

Hann hefur breytt töluvert um taktík í leikjum liðsins, lá frekar aftarlega í dag og henti í þriggja manna vörn í lok leiks, er hann ennþá að leita að rétta leikkerfinu fyrir liðið?

"Já og nei.  Við ætluðum að hápressa þá en við bara náðum því ekki og þá leit út eins og við værum að bakka.  En það má vel vera að ég sé ekki búinn að finna rétta taktík en það voru samt tvö einstaklingsmistök sem kostuðu okkur leikinn í kvöld."

Töluvert hefur verið rætt um leikmannaskipti hjá Blikum, hvað er að frétta af Elfari Frey Helgasyni?

"Það sem ég veit er að hann er að æfa með okkur og er okkar leikmaður, pappírarnir geta ekki orðið klárir fyrr en 15.júlí og ef hann fær ekki annað tilboð er hann okkar leikmaður."

Kjaftasögur eru komnar á kreik um tvo leikmenn sem Milos hefði áhuga á að fá og eru nefndir í viðtalinu...er það rétt?

"Það er alls konar orðrómur í gangi.  Ég væri alveg til í að fá þessa tvo leikmenn sem þú nefnir og ef þú getur reddað því yrði ég ánægður!"

Nánar er rætt við Milos í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner