Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 03. júlí 2020 23:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Aron að verða tilbúinn eftir meiðsli
Eiður meiddist gegn KR í fyrstu umferð.
Eiður meiddist gegn KR í fyrstu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron Sigurbjörnsson var í stúkunni þegar Valur tapaði 4-1 gegn ÍA í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Eiður Aron hefur ekki verið í leikmannahópi Vals í undanförnum leikjum vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn KR í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, sagði í viðtali eftir tapleikinn í kvöld að hann reiknaði með því að Eiður yrði klár fyrir annað hvort næsta leik eða þar næsta leik.

„Já, hann er meiddur en ég reikna með því að hann verði klár í næsta eða þar næsta leik," sagði Heimir.

Eiður byrjaði á bekknum gegn KR, en spurning er hvort að hann muni koma inn í byrjunarliðið þegar hann verður heill. Miðverðir Vals litu ekki vel út í leiknum gegn Skagamönnum í kvöld.

Valur er með sex stig eftir fjóra leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Víkingi á miðvikudag.
Heimir Guðjóns: Þurfum að átta okkur á stöðunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner