Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 03. júlí 2020 19:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lazio að undirbúa tilboð í Rose
Vinstri bakvörðurinn Danny Rose, sem nú er að láni hjá Newcastle frá Tottenham, gæti verið alfarið á förum frá Tottenham eftir þessa leiktíð.

Ítalska félagið Lazio, sem situr nú í 2. sæti ítölssku A-deildarinnar, er samkvæmt Corriere dello Sport að undirbúa tilboð í enska bakvörðinn.

Simone Inzaghi, stjóri Lazio, er sagður sjá fyrir sér að geta notað Rose sem vinstri miðvörð í þriggja miðvarða kerfi eða sem vinstri bakvörð og vængbakvörð.

Samkvæmt fregnum frá Ítalíu mun Rose kosta um 5,5 milljónir evra en laun Rose, þrjár milljónir evra, gæti sett strik í reikninginn.

Rose varð þrítugur í gær og hefur verið samningsbundinn Tottenham frá árinu 2011.
Athugasemdir
banner