Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. júlí 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Hefurðu trú á Steina? - Vonast til að spila fyrir hann einhvern tímann
Tíu sérfræðingar svara tíu spurningum fyrir EM
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson.
Þorsteinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steini er alltaf hress.
Steini er alltaf hress.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steini tók við liðinu á síðasta ári.
Steini tók við liðinu á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árangurinn hefur verið góður hingað til.
Árangurinn hefur verið góður hingað til.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í Evrópumótið þar sem íslenska landsliðið verður í eldlínunni. Við fengum nokkra vel valda sérfræðinga til að svara tíu spurningum sem tengjast landsliðinu okkar.

Á næstu dögum munum við birta þessar spurningar og svar sérfræðinganna við þeim. Núna er spurningin: Hefur þú trú á Steina sem landsliðsþjálfara?

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Selfoss
Já, ég hef trú á Steina sem landsliðsþjálfara. Hann er búinn að gera skemmtilega hluti með liðið og við sem vinnum í kvennaboltanum og þekkjum hans leikstíl erum allavega farin að sjá hans handbragð á liðinu. Svo má ekki gleyma því að hann er með frábæran aðstoðarþjálfara með sér í Ása Haralds og ég held að þeir vegi hvorn annan mjög vel upp.

Eiður Ben Eiríksson, þjálfari
Ég hef gífurlegt álit á Steina sem þjálfara en fyrst og fremst sem manneskju. Eftir að hafa kynnst honum betur undanfarin tvö ár þá kemur í ljós að þarna er um að ræða algjört toppeintak. Ég held mikið með honum, teyminu og auðvitað öllu liðinu og vonast eftir því að Evrópumótið í ár verði eitthvað sem verður gaman að rifja upp síðar meir.

Eva Björk Ben, RÚV
Já, ég hef fulla trú á Steina. Hann hefur mikla reynslu og nær vel til leikmanna sem ég held að sé afar stór kostur í þessu starfi. Ég held að ef fólk skoði bara leiki liðsins undir hans stjórn þá segi það allt um hversu vel honum er treystandi til að stýra liðinu á Evrópumótinu og áfram.

Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður
Já, hann er búinn að vera duglegur að gefa leikmönnum séns og á stóran þátt í því að kynslóðaskiptin hafa gengið svona vel, rúllað á mörgum og nánast alltaf náð í úrslit samt. Virðist búinn að finna sitt besta lið plús/mínus 2-3 leikmenn.

Helena Ólafsdóttir, fyrrum landsliðsþjálfari
Ég hef mikla trú á Þorsteini Halldórssyni þjálfara íslenska liðsins. Steini er Norðfirðingur og þaðan koma bara gæði. Hann hefur náð góðum árangri sem þjálfari með Breiðablik og það er svona ákveðin ró yfir honum en líka mikil ákveðni og keppnisskap. Hann er með sitt skipulag á hreinu og ég held að hann eigi eftir að ná enn lengra sem þjálfari. Svo er Steini hörku dansari en við lukum saman námi frá íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni og hann var vinsæll dansherra. Hver veit nema hann eigi eftir að bjóða okkur upp einn góðan dans í þessari keppni.

Ingunn Haraldsdóttir, KR
Já ég hef mikla trú á Steina og því sem hann er að gera með liðið. Hann hefur að mínu mati stórbætt sóknarhluta liðsins en haldið á sama tíma í gömlu góðu íslensku vinnusemina og hugarfarið. Ég held að hann hafi tekið við liðinu á hárréttum tíma, gervigras kynslóðin að mæta í landsliðið með tækni og gæði sem Steini virðist kunna að nýta, í bland við íslensku hörkuna.

Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar
Steini hefur byrjað vel í starfinu og ég á von á að svo verði áfram.

Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar
Hann átti skilið að gerast landsliðsþjálfari eftir allt sem hann afrekaði innanlands. Undir hans stjórn hefur liðið einungis tapað gegn Hollandi og Bandaríkjunum - þetta hefur verið jákvæð byrjun. Það hefur verið seigla í varnarleiknum í þeim leikjum sem það hefur þurft og svo hafa þær opnað lið að vild í auðveldari leikjunum. Hann sendi mér líka einu sinni skilaboð um að ég liti vel út í sjónvarpinu og veit því greinilega um hvað hann er að tala.

Orri Rafn Sigurðarson, fréttamaður
Klárt já. Frábær þjálfari þó ég sé ekki alltaf sammála honum. Þetta með að hafa Dagný í sexunni er ekki alveg að virka jafnvel fyrir mig eins og það virðist vera gera fyrir Steina. Vil sjá hann taka smá meiri áhættu með því til dæmis að gefa Áslaugu Mundu stærra tækifæri, en hann hefur náð flottum árangri hingað til. Það er ekki hægt að vera ósáttur við hann; heilsteyptur og talar hreint út.

Sandra María Jessen, Þór/KA
Það er alltaf krefjandi að taka við landsliði eftir að hafa verið með félagslið í langan tíma og því oft erfið staða sem hann er í hvað varðar leikmannaval. Ég hef þó alltaf verið mjög hrifin af hugmyndafræði Steina sem þjálfara og tel hann búa yfir mörgum eiginleikum sem gera hann að yfirburðar þjálfara. Vonandi bara að maður fái einhvern tímann möguleika á að spila undir hans stjórn.

Sjá einnig:
Hvaða þrír leikmenn eru mikilvægastir í okkar liði?
Hver er líklegust til að svindla í spilum?
Athugasemdir
banner
banner