Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   sun 03. júlí 2022 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Áttu nokkuð milljón dollara?
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Alltaf ánægður með að vinna og mér fannst við líka bara eiga þetta skilið. Mér fannst við skapa góð færi. Mér fannst við spila vel og taka mörkin okkar vel og bara vorum heilsteyptir.“ Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur um spilamennsku sinna manna í 3-1 sigri á Fram í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Fram

Keflavíkurliðið lék mjög vel í fyrri hálfleik en fór að hleypa Framliðinu nær marki sínu þegar líða fór á seinni hálfleik. Þegar um korter lifði leiks minnkaði Fram muninn en aðeins fjórum mínútum síðar hafði Keflavík bætt við á ný. Karaktereinkenni á liðinu?

„Mér fannst við gefa aftur í þegar við þurftum. Vorum kannski að verja markið okkar of mikið þegar við gátum kannski sótt aðeins meira en mér fannst þetta alltaf frekar öruggt.“

Næstu verkefni Keflavíkur eru heimaleikur gegn Breiðablik og útileikur gegn Val. Voru stigin þrjú mikilvægari en ella með þessa leiki á dagskránni?

„Þetta eru allt erfiðir leikir. Breiðablik gerði jafntefli í síðasta leik við ÍBV þannig að það eru alltaf einhverjir möguleikar þó við séum að spila við sterkt lið og við þurfum bara fyrst og fremst að spila okkar leik.“

Er útilokað að Ivan Kaliuzhnyi verði áfram hjá Keflavík?

„Já. Áttu nokkuð milljón dollara? Þá getum við farið að ræða saman.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars Ivan Kaliuzhnyi og breytingar á hópnum ásamt tölfræði liðsins milli tímabila.

Athugasemdir
banner
banner