Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
banner
   sun 03. júlí 2022 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Áttu nokkuð milljón dollara?
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Alltaf ánægður með að vinna og mér fannst við líka bara eiga þetta skilið. Mér fannst við skapa góð færi. Mér fannst við spila vel og taka mörkin okkar vel og bara vorum heilsteyptir.“ Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur um spilamennsku sinna manna í 3-1 sigri á Fram í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Fram

Keflavíkurliðið lék mjög vel í fyrri hálfleik en fór að hleypa Framliðinu nær marki sínu þegar líða fór á seinni hálfleik. Þegar um korter lifði leiks minnkaði Fram muninn en aðeins fjórum mínútum síðar hafði Keflavík bætt við á ný. Karaktereinkenni á liðinu?

„Mér fannst við gefa aftur í þegar við þurftum. Vorum kannski að verja markið okkar of mikið þegar við gátum kannski sótt aðeins meira en mér fannst þetta alltaf frekar öruggt.“

Næstu verkefni Keflavíkur eru heimaleikur gegn Breiðablik og útileikur gegn Val. Voru stigin þrjú mikilvægari en ella með þessa leiki á dagskránni?

„Þetta eru allt erfiðir leikir. Breiðablik gerði jafntefli í síðasta leik við ÍBV þannig að það eru alltaf einhverjir möguleikar þó við séum að spila við sterkt lið og við þurfum bara fyrst og fremst að spila okkar leik.“

Er útilokað að Ivan Kaliuzhnyi verði áfram hjá Keflavík?

„Já. Áttu nokkuð milljón dollara? Þá getum við farið að ræða saman.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars Ivan Kaliuzhnyi og breytingar á hópnum ásamt tölfræði liðsins milli tímabila.

Athugasemdir
banner
banner