Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. ágúst 2020 21:53
Brynjar Ingi Erluson
Elliott: Ég vil vera eins og Milner
Harvey Elliott í leik með Liverpool
Harvey Elliott í leik með Liverpool
Mynd: Getty Images
Harvey Elliott, leikmaður Liverpool, segir frá því í viðtali við Athletic hvernig það hefur gengið að aðlagast lífinu hjá félaginu en hann segir stjörnurnar í liðinu afar hjálplegar.

Elliott gekk til liðs við Liverpool frá Fulham í júlí á síðasta ári en hann var þá 16 ára gamall.

Hann fékk nokkur tækifæri með liðinu á þessari leiktíð í enska bikarnum og deildabikarnum auk þess sem hann kom inná sem varamaður í ensku úrvalsdeildinni gegn Sheffield United og Crystal Palace.

„Milner hefur hjálpað mér mikið á tímabilinu. Ég vil vera eins og hann. Ég vil eiga langan feril eins og Milner," sagði Elliott við Athletic.

„Allir ungu leikmennirnir geta lært svo mikið frá Milner og Henderson. Tveir reyndir atvinnumenn sem gefa allt í æfingar og leiki. Þeir drekka ekki og haga sér fagmannlega. Það sést á forminu þeirra."

„Adam Lallana hefur hjálpað mér mikið og það var leiðinlegt að sjá hann fara. Ég er yfirleitt á sama tíma og Sadio og Mo í ræktinni og þeir gefa mér góð ráð,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner