Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 03. ágúst 2020 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Herrera og Porro á förum frá Man City
Pedro Porro er á leið til Sporting samkvæmt portúgalska miðlinum Record.
Pedro Porro er á leið til Sporting samkvæmt portúgalska miðlinum Record.
Mynd: Getty Images
Manchester City er svo gott sem búið að losa sig við Yangel Herrera og Pedro Porro samkvæmt spænskum og portúgölskum miðlum.

Record greinir frá því að Sporting og Man City hafi komist að samkomulagi um félagaskipti Porro. Porro fer til Sporting á tveggja ára lánssamning með kaupmöguleika sem hljóðar uppá 8,5 milljónir evra.

Porro, sem verður 21 árs í september, leikur ýmist sem hægri bakvörður eða kantmaður. Hann á fjóra leiki að baki fyrir U21 lið Spánar og spilaði þrettán deildarleiki að láni hjá Real Valladolid á tímabilinu.

Þá greinir RadioEsport Valencia frá því að Valencia sé búið að krækja í Herrera frá City.

Herrera er 22 ára landsliðsmaður Venesúela sem spilar aftarlega á miðjunni. Hann var lykilmaður í liði Granada á tímabilinu og vakti athygli frá Valencia.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner