Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. ágúst 2020 17:02
Brynjar Ingi Erluson
Kolo Toure: Van Dijk er með veikleika
Virgil van Dijk er einn besti varnarmaður heims
Virgil van Dijk er einn besti varnarmaður heims
Mynd: Getty Images
Kolo Toure, fyrrum varnarmaður Liverpool á Englandi, segir að hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk sé með veikleika en hann hefur verið einn besti varnarmaður heims síðustu tvö árin.

Van Dijk gekk formlega í raðir Liverpool í janúar árið 2018 en hann náði strax að finna sig með liðinu og var mikilvægur partur af liði sem komst í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Hann hefur þá átt stóran þátt í velgengni Liverpool en liðið vann Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða á síðasta ári og þá fagnaði liðið Englandsmeistaratitlinum á dögunum eftir 30 ára bið.

Hann þykir með bestu varnarmönnum heims í dag og er erfitt að finna veikleika í leik hans. Kolo Toure hefur þó fundið einn veikleika.

„Hann er ótrúlegur leikmaður og í hæsta klassa. Hann er með hraða, hæð og getur hoppað hátt. Hann er einnig með tækni og getur breytt leiknum með löngum sendingum. Hann er allur pakkinn," sagði Toure.

„Ég hef ekki séð marga leikmenn reyna að fara á hann einn á einn. Mín skoðun er sú að það er veikleiki hans. Hann er mjög hávaxinn og ef þú ræðst á hann með boltann þá gæti hann lent í veseni en hann er samt svo klár."

„Hann er klár því hann er góður að koma sér í stöðu en ef þú ræðst hann einn á einn og ert harður, þá er möguleiki á að ná einhverju frá honum,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner