Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. ágúst 2020 19:53
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir 
KSÍ fundar með Almannavörnum á morgun
Víðir Reynisson
Víðir Reynisson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Reynisson greindi frá því á upplýsingafundi Almannavarna í dag að fundað verði með KSÍ á morgun.

Ekkert verður spilað á Íslandi til 13. ágúst eftir að nýja reglur voru settar þann 31. júlí vegna áhrifa kórónaveirunnar.

Þetta hefur sett strik í reikninginn. Ekki mega nema 100 koma saman í einu og eru skemmtistaðir opnir til 23:00. Þrátt fyrir það þá mega lið ekki spila og sendi KSÍ Almannavörnum lista af spurningum.

„Við fengum mjög ítarlegan spurningalista frá Knattspyrnusambandinu. Þeir eru að skoða alla möguleika á því hvernig þeir geti hagað starfseminni. Það er mikið undir hjá KSÍ, ekki bara Íslandsmótin, það eru Evrópukeppnir félagsliða og stórir landsleikir framundan," sagði Víðir á fundinum.

„Staðan er bara mjög óljós eins og er og erfitt að svara sumum spurningum sem þar hafa verið settar fram eins og fyrsti Evrópuleikurinn er 18. ágúst og síðan er landsleikir í lok ágúst og byrjun september. Meðan erum við að meta stöðuna frá degi til dags, við munum hitta forsvarsmenn KSÍ á morgun og vonandi getum við veitt svör við einhverjum af þeim spurningum sem þeir hafa, en það er ekki víst að þau verði öll á þá lund sem þeim langar til,"
Víðir benti á að tveggja metra reglan gildir og því geta leikir ekki farið fram. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mótið gæti dregist fram í október eða nóvember en ljóst er að Víðir ekki bjartsýnn á að KSÍ lítist vel á þau svör sem þeir fá á fundinum á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner