Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. ágúst 2020 21:12
Brynjar Ingi Erluson
Ramos getur spilað til fertugs
Sergio Ramos með bikarinn ásamt Zinedine Zidane
Sergio Ramos með bikarinn ásamt Zinedine Zidane
Mynd: Getty Images
Spænski varnarmaðurinn Sergio Ramos getur spilað til fertugs en þetta segir Rafael van der Vaart, fyrrum liðsfélagi hans hjá Real Madrid í viðtali við Stats Perform News.

Ramos er 34 ára gamall í dag en hann hefur spilað með Real Madrid frá 2005. Hann er fyrirliði liðsins og hefur spilað 650 leiki í öllum keppnum með liðinu.

Hann er í röð bestu varnarmanna heims en Van der Vaart, sem lék með honum frá 2008 til 2010, ber honum söguna vel.

„Hann er besti varnarmaður heims að mínu mati. Þegar ég var hjá Real Madrid og hann var 21 eða 22 ára þá var hann með mikla orku. Hann vildi vera alls staðar. Hann vildi taka aukaspyrnur, horn og bara allt," sagði Van der Vaart.

„ Þetta er öðruvísi núna. Hann er með mikla einbeitingu og hann einbeitir sér að því að vinna og notar hæfileika sína í þann tilgang."

„Ég horfði á Real Madrid spila um daginn og hugsaði um aldurinn hans. Er hann ekki 34 ára? Hann getur spilað í sex ár til viðbótar og ég ber ómælda virðingu fyrir honum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner