Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. ágúst 2021 21:23
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-deildin: Markalaust í Árbæ - Smit í essinu sínu og Daði rekinn af velli
Guy Smit var frábær í marki Leiknis í kvöld
Guy Smit var frábær í marki Leiknis í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fylkir 0 - 0 Leiknir R.
Rautt spjald: Daði Ólafsson, Fylkir ('94) Lestu um leikinn

Fylkir og Leiknir R. gerðu markalaust jafntefli í hádramatískum leik á Würth-vellinum í Árbæ í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Daði Ólafsson fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks.

Sævar Atli Magnússon átti fyrsta hættulega færi leiksins á 20. mínútu er hann skaut boltanum í stöngina.

Tíu mínútum síðar átti Guðmundur Steinn Hafsteinsson skalla rétt framhjá eftir fyrirgjöf frá Arnóri Borg Guðjohnsen. Guy Smit stóð frosinn á marklínun en hann kom mikið við sögu í leiknum.

Þremur mínútum síðar varði Smit vel frá Arnóri. Þegar það voru komnar 44 mínútur á klukkuna vildu Fylkismenn fá víti er Ósvald Jarl Traustason tók Orra Svein Stefánsson niður í teignum en ekkert dæmt.

Fylkismenn gátu tekið forystuna undir lok hálfleiksins er Orri Sveinn kom með frábæra fyrirgjöf en Guðmundur Steinn náði ekki að klára færið. Smit varði en Guðmundur átti að gera betur en ekki verður þó tekið neitt af Smit sem varði meistaralega.

Í síðari hálfleiknum voru Fylkismenn nálægt því að stela sigrinum undir lokin. Guðmundur Steinn lagði boltann á Helga Val Danielsson, sem átti skot, Smit varði út á Arnór Borg en hann skot hans fór í hliðarnetið. Ótrúlegt tækifæri Fylkismanna í sandinn.

Þegar nokkrar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var Daði Ólafsson rekinn af velli fyrir ljóta tæklingu á Helga Sigurðssyni. Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, dró upp rauða spjaldið og vísaði Daða af velli.

Þetta voru síðustu andartök leiksins og lokatölur 0-0. Leiknismenn eru í 7. sæti með 18 stig en Fylkir í 9. sæti með 15 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner