Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. ágúst 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Roma vill losa 23 leikmenn í þessum glugga
Alessandro Florenzi er einn af 23.
Alessandro Florenzi er einn af 23.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum ítalskra miðla ætlar Roma að losa 23 leikmenn af launaskrá vegna fjárhagsörðugleika sem félagið glímir við vegna heimsfaraldursins.

Einungis örfáir leikmenn eru ekki til sölu fyrir rétt verð en Roma er einnig að reyna krækja í leikmenn fyrir nýjan stjóra sinn, Jose Mourinho.

Talað er um að flestir af þessum 23 leikmönnum séu leikmenn sem hafa fengið fáar eða engar mínútur með aðalliðinu.

Tiago Pinto, yfirmaður íþróttamála, hefur það verkefni fyrir höndum að losa þessa leikmenn. Einhverjir þeirra æfa ekki með aðalliðinu og aðrir geta farið frítt næsta sumar og gætu viljað sitja út samninginn.

Þeir leikmenn sem talið er líklegt að félagið nái að selja eru þeir Javier Pastore, Steven Nzonzi, Alessandro Florenzi, Federico Fazio, Pedro Rodriguez, Davide Santon, Robin Olsen, Ante Coric og William Bianda. Tvær vikur eru eftir af félagsskiptaglugganum.

Ef félaginu tekst að losa þessa níu leikmenn sem nefndir eru hér að ofan sparast tæplega 37 milljónir evra í launakostnað á komandi ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner