Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   mið 03. ágúst 2022 22:11
Anton Freyr Jónsson
Eiður Smári gekk út úr viðtali: Þið megið ákveða hvar hún liggur
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Alltaf súrt að tapa og það er eiginlega erfiðara að taka því eftir svona frammistöðu, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við eiginlega yfirspiluðum þá og settum þá undir pressu, sköpuðum fullt af færum og það virðist vera einhver bragur yfir okkur þar sem boltinn vill ekki alveg í netið þessa stundina." sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir leikinn á Hlíðarenda í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 FH

„Munurinn á okkur eins og staðan í dag er að og andstæðingnum að andstæðingurinn fær hann í hælinn og það lekur í netið og við setjum hann í hælinn á einhverjum og það lekur í hornspyrnu og það er svolítið saga leiksins held ég."

Eiður Smári Guðjohnsen var spurður út í framhaldið hjá liðinu og segist Eiður Smári ekki hafa neinar áhyggjur en liðið fær KA í heimsókn í næstu umferð.

„Miðavið frammistöðuna og það sem við sjáum á æfingasvæðinu þá hef ég bara engar áhyggjur af neinu því að ég held að um leið og við troðum inn einu marki þá munu koma hellingur af þeim þannig ég hef engar áhyggjur af því. Hópurinn er þunnur en við erum bara að díla við það þannig það er ekki yfir neinu að kvarta nema við þurfum að vera aðeins klókari."

Erlendur Eiríksson var spjaldaglaður í kvöld og var Eiður Smári spurður hvernig honum hafi fundist línan hjá Erlendi í kvöld.

„Eigum við ekki að segja að það sé bara mjög jöfn lína á dómgæslu heilt yfir í sumar og þið megið ákveða hvar hún liggur."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner