Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 03. ágúst 2024 08:30
Sölvi Haraldsson
Kári gefið Guðlaugi Victori góð ráð - „Hann er eins og stóri bróðir minn"
Guðlaugur Victor Pálsson skrifaði undir samning hjá Plymouth Argyle á dögunum.
Guðlaugur Victor Pálsson skrifaði undir samning hjá Plymouth Argyle á dögunum.
Mynd: Plymouth Argyle

Guðlaugur Victor Pálsson skrifaði gekk í raðir Plymouth Argyle á dögunum en hann er ekki eini Íslendingurinn sem hefur spilað með ‚The Pilgrims‘ eins og þeir eru kallaðir. Bjarni Guðjónsson lék með þeim á árunum 2004 til 2005 og Kári Árnason lék 75 leiki með Plymouth á árunum 2009 til 2011.


Kári hefur farið fögrum orðum um félagið við Guðlaug Victor sem talar um Kára eins og stóra bróðir sinn.

Ég þekki Bjarna (Guðjóns) minna en Kára. Ég og Kári, hann er eins og stóri bróðir minn, við erum mjög nánir. Við spiluðum saman í Danmörku (fyrir Aarhus). Ég var bara 16 ára og hann var 25 ára á þeim tíma, hann tók mig bara undir sinn væng.“ sagði Guðlaugur Victor í samtali við Plymouth Live.

Guðaugur segir að Kári hafi gefið honum mörg góð ráð fyrir lífið í Plymouth.

Hann hefur sagt við mig hvar ég eigi að búa og hitt og þetta. Hann talar mjög vel um staðinn en hann elskaði lífið hérna. Hann er búinn að gefa mér mjög góð ráð.

Hann segist vera vanur því að spila margar stöður en spili þó aðalega í hægri bakverði með íslenska landsliðinu.

Ég er vanur því að spila margar stöur, ég geri það oft fyrir landsliðið, hægri bakverði, hafsent eða djúpur á miðju. Ég hef aðalega spilað í hafsent undanfarið en með landsliðinu hef ég aðalega spilað í hægri bakverði. Það er öðruvísi sóknarlega sem varnarlega hjá Rooney með leikstílinn og þess háttar. Ég held að það henti mér vel og ég er spenntur.“

Guðlaugur Victor sagði í samtali við fótbolta.net eftir að hafa skrifað undir hjá Plymouth að hann sé spenntur að spila í Championship deildinni.

Ég átti góð samtöl við menn hjá félaginu og fékk góðar útskýringar á því hvaða uppbygging er í gangi. Fyrir um áratug síðan varð félagið gjaldþrota og það var mikið hark í einhver ár. Þeir fóru upp úr League Two árið 2020 og League One 2023. Mér líst vel á fólkið sem er að stjórna klúbbnum og það hjálpar auðvitað til að maður þekkir þjálfarann og aðstoðarþjálfarann. Mér líst vel á verkefnið sem er í gangi."

Fyrir mig að geta fengið tækifæri á að spila í svona öflugri deild, á þessum aldri, er ótrúlega spennandi." sagði Guðlaugur Victor við fótbolta.net eftir að hafa skrifað undir samning við Plymouth Argyle.

Plymouth fór upp úr League Two í Leagur One árið 2020 og upp í Championship deildina árið 2023. Eftir að hafa verið í fallbaráttu allt seinasta tímabil og misst sinn besta leikmann, Finn Azaz, á miðju tímabili í Middlesbrough héldu þeir sér uppi og taka slaginn á ný í Championship deildinni undir stjórn Wayne Rooney.

Fyrsti leikur Plymouth í Championship á árinu er gegn Sheffield Wednesday næsta sunnudag á Hillsborough.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 46 29 13 4 95 30 +65 100
2 Burnley 46 28 16 2 69 16 +53 100
3 Sheffield Utd 46 28 8 10 63 36 +27 90
4 Sunderland 46 21 13 12 58 44 +14 76
5 Coventry 46 20 9 17 64 58 +6 69
6 Bristol City 46 17 17 12 59 55 +4 68
7 Blackburn 46 19 9 18 53 48 +5 66
8 Millwall 46 18 12 16 47 49 -2 66
9 West Brom 46 15 19 12 57 47 +10 64
10 Middlesbrough 46 18 10 18 64 56 +8 64
11 Swansea 46 17 10 19 51 56 -5 61
12 Sheff Wed 46 15 13 18 60 69 -9 58
13 Norwich 46 14 15 17 71 68 +3 57
14 Watford 46 16 9 21 53 61 -8 57
15 QPR 46 14 14 18 53 63 -10 56
16 Portsmouth 46 14 12 20 58 71 -13 54
17 Oxford United 46 13 14 19 49 65 -16 53
18 Stoke City 46 12 15 19 45 62 -17 51
19 Derby County 46 13 11 22 48 56 -8 50
20 Preston NE 46 10 20 16 48 59 -11 50
21 Hull City 46 12 13 21 44 54 -10 49
22 Luton 46 13 10 23 45 69 -24 49
23 Plymouth 46 11 13 22 51 88 -37 46
24 Cardiff City 46 9 17 20 48 73 -25 44
Athugasemdir