Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 03. september 2024 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýr kafli hafinn í írskum fótbolta
Heimir Hallgrímsson og Evan Ferguson.
Heimir Hallgrímsson og Evan Ferguson.
Mynd: Getty Images
„Nýr kafli í írskum fótbolta hófst á mánudag."

Svona hefst grein hjá Irish Examiner. Þar segir að nýr kafli í sögu írska fótboltans hafi byrjað þegar Heimir Hallgrímsson hitti leikmenn sína í fyrsta skipti. Heimir var ráðinn landsliðsþjálfari Írlands fyrir stuttu og verður afar spennandi að sjá hvernig honum farnast í því starfi.

Vinnan er hafin fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildina en Írar mæta Englandi og Grikklandi. Evan Ferguson, sóknarmaður Brighton, æfði með liðinu en hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Það mátti sjá hann og Heimi ræða mikið saman en Ferguson er vonarstjarna Írlands.

Guðmundur Hreiðarsson var líka mættur á æfingasvæðið í gær en hann mun sjá um að þjálfa markverði liðsins.

Heimir hefur lagt áherslu á það til að byrja með að það verði aftur í grundvallaraatriðin og það verði ekki farið mikið í taktísk fyrirmæli sem muni rugla í leikmönnum.

Leikur Írland og Englands er á laugardaginn klukkan 16:00 og ríkir mikil spenna í Írlandi fyrir leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner